Fyrirtækið
Bílaskjól bifreiðasmiðja hóf starfsemi á Hvolsvelli árið 1982 og starfaði þar til ársins 2000 en þá var hún flutt í Akralind 3 í Kópavogi. Stofnandi og eigandi er Helgi Harðarson blikk- og bifreiðasmíðameistari.
Frá upphafi hefur starfsemin verið mjög fjölbreytt en þó aðallega yfirbyggingar, klæðningar og bólstrun. Meðal verkefna í gegnum árin má nefna yfirbyggingar á hópferðabíla, innréttingar í hús- og ferðabíla auk bólstrunar í bíla, báta og flugvélar sem og almenna járnsmíði. Mörg verkefni hafa verið unnin fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir, svo sem Vegagerðina, Lögreglu, Sjúkrabílasjóð, Símann, björgunarsveitir, orkufyrirtækin ásamt fyrirtækjum í hópferðaakstri. Slökkvibílar í samstarfi við þýskt fyrirtæki hafa verið smíðaðir og seldir hjá fyrirtækinu, meðal annars til Afganistan, USA, og Noregs ásamt Íslandi.